Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Ármann Jakobsson skrifar 19. október 2022 09:00 Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. Það merkir þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands og mesta hættan felst í því að þrengt er að íslensku af ofurvaldi ensku en Íslendingar hafa verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að það sé mannekla á landinu eins og bent hefur verið á. Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi. Móðurmálið rammar inn hugsanir okkar og skilning á heiminum. Hverfi íslensk tunga verða allir íslenskir málhafar útlagar í heiminum eins og þýski heimspekingurinn Adorno skrifaði á sínum tíma um á áhrifamikinn hátt. Vöxtur og viðhald íslensku er því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Úrræðið er einfalt: ný íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. Það merkir þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands og mesta hættan felst í því að þrengt er að íslensku af ofurvaldi ensku en Íslendingar hafa verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að það sé mannekla á landinu eins og bent hefur verið á. Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi. Móðurmálið rammar inn hugsanir okkar og skilning á heiminum. Hverfi íslensk tunga verða allir íslenskir málhafar útlagar í heiminum eins og þýski heimspekingurinn Adorno skrifaði á sínum tíma um á áhrifamikinn hátt. Vöxtur og viðhald íslensku er því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Úrræðið er einfalt: ný íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar