Búsetufrelsi eða búsetuhelsi? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 19. október 2022 13:01 Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun