Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 15:55 Bílastæði á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira