Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 20. október 2022 08:01 Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar