Enginn sérstakur umhverfissinni Viktor M. Alexandersson skrifar 20. október 2022 14:01 Hvar eiga vindmyllur heima? Í upphafi er rétt að taka fram að undirritaður höfundur er enginn sérstakur umhverfissinni. Þ.e. undirritaður hefur, hingað til, ekki lagt sig fram um að tala hagsmunum umhverfisins og náttúrunnar. Kannski eitthvað sem undirritaður hefði átt að gera fyrir löngu síðan. Undirritaður er þó ekki alveg ókunnur málefninu sem hér fer á eftir en kærasta hans er sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggðar fyrir hönd Vinstri Grænna. Hefur undirritaður því án þess að hafa sérstaklega myndar sér skoðun á málefninu fylgt henni, sérstaklega upp á síðkastið, og verið áheyrandi á þeim fundum sem hún hefur sótt vegna málefnisins. Þá hefur undirritaður dvalarstað í Norðurárdal í Borgarfirði en þar hafa raforkufyrirtæki áhuga á að koma fyrir vindmyllum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Sem ungur drengur ferðaðist ég mikið um Ísland. Einkum vegna íþróttaiðkunnar minnar hef ég farið hvert á land sem er, iðulega með bíl sem farþegi og sjaldan styttra en 200 kílómetra. Hef ég í ferðalögum mínum m.a. fengið að fara hringveginn á sólarhring og þrisvar til Hafnar í Hornafirði frá Stykkishólmi sama mánuðinn. Ég var svo „heppinn“ að ná flestum þessum ferðum snjallsímalaus. Því var um lítið annað að gera en að horfa út um gluggann og sjá hina síbreytilegu og mögnuðu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var ekki það sem ég hugsaði þá en nú, síðar, átta ég mig á því hversu dýrmætt það var og náttúran er. Það er ekki alls staðar og alls ekki sjálfgefið að geta virt fyrir sér svo til ósnortna náttúru svo langt sem augað eygir. Nú er svo komið að háværar raddir og áform eru uppi um að koma vinmyllum fyrir um land allt. Slík sé orkuþörf landsins að í raun ættu bændur og aðrir jarðareigendur um land allt að grátbiðja raforkufyrirtæki með aðgang að vindmyllum að koma og setja upp nokkrar á hverri jörð. Þeir sem fyrir orkuþörfinni tala og fyrirsvarsmenn vindmyllufyrirtækja hafa þó ekki sleppt orðinu um orkuþörifna þegar þeir fara að tala um þá uppbyggingu sem hægt sé að fara í með tilvonandi vindmyllum. Ha? Vitanlega er orkuþörfin ekki slík að hér þurfi vindmyllur svo mikið að ekki sé hægt að velja þeim skynsamlega staði eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum. Samt virðist svo ekki vera. Eru engar lágmarkskröfur? Ágæti vindmylla ætla ég ekki að draga í efa og eru að ég held ýmsum kostum gæddar. Það getur þó ekki þýtt að þeim skuli planta án reglubundins háttar, hvar sem er og á sem flestum stöðum. Við hljótum að þurfa koma okkur saman um staðsetningu þeirra og verkferla við uppbyggingu slíkra risa mannvirkja. Það gefur auga leið að ekki geta allir verið sammála. Eftir sem áður hljótum við að geta komið okkur saman um einhverjar lágmarkskröfur. Í umræðuna hefur stórlega skort allan náungakærleik og samúðarsjónarmið. Að hlífa öðrum fyrir því sem maður myndi ekki vilja lenda í sjálfur. Ég fyrir mína parta, með aðsetur í Kópavogi, hefði ekki áhuga á að vindmyllur risu í vatnsendahverfinu. Ég fer sjaldan, einkum vegna fjarlægðar, norður í land. Afhverju ekki setja einn risastóran vindmyllugarð þar? En á Gufunesið? Hugsa íbúar Norðlendingar kannski til baka. Afhverju eiga bændur og aðrir jarðareigendur að þurfa lúta því að nágranni þeirra sjái einhverja gróðavon í að leyfa raforkufyrirtækjum að tjalda vindmyllum í garðinum hjá sér? Afhverju getum við ekki sýnt þeim þann náungakærleik að tala málsstað þeirra. Það sem ég vil ekki í bakgarðinn hjá mér, skil ég vel að hann vilji ekki í bakgarðinn hjá sér. Ekki spurning um hvort heldur hvar Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli. Samt virðast öll áfrom um uppbyggingu vindmylla vera í bakgarðinum hjá næsta manni. Leikur einn væri að gera lágmarkskröfur um fjarlægð frá byggð. Jafnvel með undantekningum með samþykki landeigenda. Einnig væri hægt að gera kröfur um lágmarks sýnileika. Með því móti gætum við verndar náttúruna og umhverfið fyrir okkur öll sem lítum út um gluggan í okkar bílferðum. Svo ég tali nú ekki um ferðamennina sem hingað koma í leit að ósnortinni náttúru. Ef áfram heldur sem horfir í lagaleysi Alþingis og staðfestuleysi sveitastjórna gætum við endað með áform um vindmyllur um allt land. Með því væri hægt að tryggja að hvert sem við litum væri hægt að sjá að minnsta kosti 5-6 vindmyllur. Hversu frábært yrði það? Væri ekki nær að vindmyllur væru þar sem þær gætu verið fleiri saman og minna til þeirra sést. Með 103.000 ferkílómetra undir ætti það vel að vera möguleiki. Að kasta krónunni fyrir aurinn Svo ég fari aftur að unga drengnum sem ferðaðist um Ísland þá virðist það fljótt að gleymast í umræðunni um vindmyllur að náttúran og umhverfið á Íslandi eru verðmæti. Verðmæti sem allt of fáir eru tilbúnir að taka málsstað fyrir. Ég heyrði á fundi sem ég var viðstaddur um daginn mann segja að hann treysti á að Vinstri Grænir töluðu fyrir umhverfinu. Er það nóg? Væri ekki nær að við hin töluðum öll fyrir þeirri auðlind sem náttúran er líka? Því sem ferðamenn koma hingað til lands að sjá og upplifa? Sem við tökum sem sjálfsögðum hlut en er það alls ekki. Fyrir mína parta segi ég að ég liti frekar niður í símann en upp úr honum ef Baula í Borgarfirði væri umvafinn vindmyllum. Myndi ég velja Hítará sem laxveiðimaður ef við hana blöstu vindmyllur á báða bóga? Verðum við ekki að fara taka slaginn með Vinstri Grænum og gera það að kröfu að allir flokkar ætli að tala með náttúrunni og umhverfinu? Ekki að selja hana ódýrt til fárra útvaldra á kostnað nágranna þeirra og okkar allra? Höfundur er laganemi og hefur hingað til ekki verið sérstakur umhverfissinni. Ætli það sé ekki kominn tími til að breyta því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvar eiga vindmyllur heima? Í upphafi er rétt að taka fram að undirritaður höfundur er enginn sérstakur umhverfissinni. Þ.e. undirritaður hefur, hingað til, ekki lagt sig fram um að tala hagsmunum umhverfisins og náttúrunnar. Kannski eitthvað sem undirritaður hefði átt að gera fyrir löngu síðan. Undirritaður er þó ekki alveg ókunnur málefninu sem hér fer á eftir en kærasta hans er sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggðar fyrir hönd Vinstri Grænna. Hefur undirritaður því án þess að hafa sérstaklega myndar sér skoðun á málefninu fylgt henni, sérstaklega upp á síðkastið, og verið áheyrandi á þeim fundum sem hún hefur sótt vegna málefnisins. Þá hefur undirritaður dvalarstað í Norðurárdal í Borgarfirði en þar hafa raforkufyrirtæki áhuga á að koma fyrir vindmyllum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Sem ungur drengur ferðaðist ég mikið um Ísland. Einkum vegna íþróttaiðkunnar minnar hef ég farið hvert á land sem er, iðulega með bíl sem farþegi og sjaldan styttra en 200 kílómetra. Hef ég í ferðalögum mínum m.a. fengið að fara hringveginn á sólarhring og þrisvar til Hafnar í Hornafirði frá Stykkishólmi sama mánuðinn. Ég var svo „heppinn“ að ná flestum þessum ferðum snjallsímalaus. Því var um lítið annað að gera en að horfa út um gluggann og sjá hina síbreytilegu og mögnuðu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var ekki það sem ég hugsaði þá en nú, síðar, átta ég mig á því hversu dýrmætt það var og náttúran er. Það er ekki alls staðar og alls ekki sjálfgefið að geta virt fyrir sér svo til ósnortna náttúru svo langt sem augað eygir. Nú er svo komið að háværar raddir og áform eru uppi um að koma vinmyllum fyrir um land allt. Slík sé orkuþörf landsins að í raun ættu bændur og aðrir jarðareigendur um land allt að grátbiðja raforkufyrirtæki með aðgang að vindmyllum að koma og setja upp nokkrar á hverri jörð. Þeir sem fyrir orkuþörfinni tala og fyrirsvarsmenn vindmyllufyrirtækja hafa þó ekki sleppt orðinu um orkuþörifna þegar þeir fara að tala um þá uppbyggingu sem hægt sé að fara í með tilvonandi vindmyllum. Ha? Vitanlega er orkuþörfin ekki slík að hér þurfi vindmyllur svo mikið að ekki sé hægt að velja þeim skynsamlega staði eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum. Samt virðist svo ekki vera. Eru engar lágmarkskröfur? Ágæti vindmylla ætla ég ekki að draga í efa og eru að ég held ýmsum kostum gæddar. Það getur þó ekki þýtt að þeim skuli planta án reglubundins háttar, hvar sem er og á sem flestum stöðum. Við hljótum að þurfa koma okkur saman um staðsetningu þeirra og verkferla við uppbyggingu slíkra risa mannvirkja. Það gefur auga leið að ekki geta allir verið sammála. Eftir sem áður hljótum við að geta komið okkur saman um einhverjar lágmarkskröfur. Í umræðuna hefur stórlega skort allan náungakærleik og samúðarsjónarmið. Að hlífa öðrum fyrir því sem maður myndi ekki vilja lenda í sjálfur. Ég fyrir mína parta, með aðsetur í Kópavogi, hefði ekki áhuga á að vindmyllur risu í vatnsendahverfinu. Ég fer sjaldan, einkum vegna fjarlægðar, norður í land. Afhverju ekki setja einn risastóran vindmyllugarð þar? En á Gufunesið? Hugsa íbúar Norðlendingar kannski til baka. Afhverju eiga bændur og aðrir jarðareigendur að þurfa lúta því að nágranni þeirra sjái einhverja gróðavon í að leyfa raforkufyrirtækjum að tjalda vindmyllum í garðinum hjá sér? Afhverju getum við ekki sýnt þeim þann náungakærleik að tala málsstað þeirra. Það sem ég vil ekki í bakgarðinn hjá mér, skil ég vel að hann vilji ekki í bakgarðinn hjá sér. Ekki spurning um hvort heldur hvar Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli. Samt virðast öll áfrom um uppbyggingu vindmylla vera í bakgarðinum hjá næsta manni. Leikur einn væri að gera lágmarkskröfur um fjarlægð frá byggð. Jafnvel með undantekningum með samþykki landeigenda. Einnig væri hægt að gera kröfur um lágmarks sýnileika. Með því móti gætum við verndar náttúruna og umhverfið fyrir okkur öll sem lítum út um gluggan í okkar bílferðum. Svo ég tali nú ekki um ferðamennina sem hingað koma í leit að ósnortinni náttúru. Ef áfram heldur sem horfir í lagaleysi Alþingis og staðfestuleysi sveitastjórna gætum við endað með áform um vindmyllur um allt land. Með því væri hægt að tryggja að hvert sem við litum væri hægt að sjá að minnsta kosti 5-6 vindmyllur. Hversu frábært yrði það? Væri ekki nær að vindmyllur væru þar sem þær gætu verið fleiri saman og minna til þeirra sést. Með 103.000 ferkílómetra undir ætti það vel að vera möguleiki. Að kasta krónunni fyrir aurinn Svo ég fari aftur að unga drengnum sem ferðaðist um Ísland þá virðist það fljótt að gleymast í umræðunni um vindmyllur að náttúran og umhverfið á Íslandi eru verðmæti. Verðmæti sem allt of fáir eru tilbúnir að taka málsstað fyrir. Ég heyrði á fundi sem ég var viðstaddur um daginn mann segja að hann treysti á að Vinstri Grænir töluðu fyrir umhverfinu. Er það nóg? Væri ekki nær að við hin töluðum öll fyrir þeirri auðlind sem náttúran er líka? Því sem ferðamenn koma hingað til lands að sjá og upplifa? Sem við tökum sem sjálfsögðum hlut en er það alls ekki. Fyrir mína parta segi ég að ég liti frekar niður í símann en upp úr honum ef Baula í Borgarfirði væri umvafinn vindmyllum. Myndi ég velja Hítará sem laxveiðimaður ef við hana blöstu vindmyllur á báða bóga? Verðum við ekki að fara taka slaginn með Vinstri Grænum og gera það að kröfu að allir flokkar ætli að tala með náttúrunni og umhverfinu? Ekki að selja hana ódýrt til fárra útvaldra á kostnað nágranna þeirra og okkar allra? Höfundur er laganemi og hefur hingað til ekki verið sérstakur umhverfissinni. Ætli það sé ekki kominn tími til að breyta því?
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar