Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson skrifar 22. október 2022 15:01 Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun