„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:02 Á myndinni sést að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar á sama tíma, eitt augnablik gegn Haukum. Það er brot á reglum um fjölda erlenda leikmanna í meistaraflokki á Íslandi. Skjáskot/RÚV Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti