„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:02 Á myndinni sést að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar á sama tíma, eitt augnablik gegn Haukum. Það er brot á reglum um fjölda erlenda leikmanna í meistaraflokki á Íslandi. Skjáskot/RÚV Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti