Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 16:31 Sjávarfornleifafræðingar fundu skipið árið 2019 en nú er búið að sannreyna að raunverulega sé um systurskip Vasaskipsins að ræða. Vrak Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990. Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990.
Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira