Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 14:01 István Pásztor í leik með ungverska landsliðinu. getty/Mike Hewitt Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti