Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Bragi Bjarnason skrifar 26. október 2022 10:31 Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Málefni fatlaðs fólks Bragi Bjarnason Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun