Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta Björg Sveins skrifar 27. október 2022 07:31 Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun