Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 08:58 Björk Guðmundsdóttir hefur sagt að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi hætt við. Samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér. Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér.
Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26