Stöð 2 Sport
Klukkan 19.15 er leikur Hauka og Fram í Olís deild karla í handbolta á dagskrá. Klukkan 21.10 er Seinni bylgjan á dagskrá en þar verður farið yfir síðustu umferð í Olís deild karla.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik Hellas Verona og Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Klukkan 19.35 er komið að leik Monza og Bologna í sömu deild.
Klukkan 21.45 er Lögmál leiksins á dagskrá en þar verður að venju farið yfir það helsta sem hefur gengið á í NBA deildinni.
Stöð 2 Esport
Klukkan 20.00 er Gametíví á dagskrá.