Gott fjarskiptasamband er forsenda búsetuöryggis Bjarni Jónsson skrifar 31. október 2022 13:31 Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Fjarskipti Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar