Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 20:00 Lið ársins 2022. Stúkan Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira