Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að kostunaraðilar útsendinga RÚV vegna HM í Katar séu fjórir. Vísir Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“ Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“
Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira