Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:49 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk ríkislögreglustjóra hafa gert allt eftir bókinni þegar málið kom upp. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09