Varamaðurinn Bale hetjan þegar Los Angeles FC varð MLS meistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 13:30 Gareth Bale skoraði ótrúlegt jöfnunarmark í nótt. Los Angeles FC Los Angeles FC er MLS meistari eftir hádramatískan sigur á Philadelphia Union eftir vítaspyrnukeppni. Gareth Bale kom inn af bekknum og jafnaði metin í 3-3 á 128. mínútu leiksins. Markið má sjá hér að neðan. Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira