Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 13:40 Holger Rune segist aldrei hafa verið eins stressaður eins og í úrslitaleiknum og fagnaði gríðarlega þegar hann vann. Getty/Mustafa Yalcin „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt. Tennis Danmörk Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt.
Tennis Danmörk Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira