Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Snorri Másson skrifar 7. nóvember 2022 13:12 Helgi Valberg Jensson er yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur. Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur.
Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56