Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2022 16:24 Repúblikanar munu að öllum líkindum ná meirihluta í fulltrúadeildinni en baráttan um öldungadeildina er enn hörð. AP/J. David Ake Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30
Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59