Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 17:30 Kyrie Irving fær ekki að spila með Brooklyn Nets þessa dagana. AP Photo/Rick Bowmer Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16