Aðgengi er ekki bara aðgengi að byggingum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:31 Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun