Aðgengi er ekki bara aðgengi að byggingum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:31 Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun