Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 22:35 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04