Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 12:15 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er ómyrkur í máli um skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hann segir ljóst að setja verði á fót rannsóknarnefnd alþingis til að fara nánar í saumana á því sem út af stendur: Hver ber ábyrgðina? Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars: Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49