Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 22:40 Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi. Arnar Halldórsson Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fjallað var um Rauðhóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum. Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum. „Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð. „En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“ Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar. Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum. „Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“ Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu.U.S. Air Force Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946. „Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“ -Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð? „Já.“ Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.Arnar Halldórsson -Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru? „Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Bretland Tengdar fréttir Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54