Jóhann með á ný eftir ummælin um KSÍ: „Er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði síðast þegar hann spilaði með landsliðinu en nú er Aron Einar Gunnarsson mættur aftur til leiks og tekinn við fyrirliðabandinu á ný. Getty/Alex Grimm „Það er gaman að koma aftur,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem er mættur aftur í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta eftir langt hlé. Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira