Artemis-1 loks á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 08:29 Artemis-1 á leið til tunglsins. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira