Afruglun á umræðu um brottvísanir Halldór Auðar Svansson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar