Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 07:52 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 8. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira