Lögreglunni barst tilkynning um málið um klukkan sex í morgun. Hún ásamt slökkviliði fór þá strax á staðinn. Þá var bílinn alelda.
Tæknideild lögreglu annast vettvangsrannsókn en óvíst er hver eldsupptök voru. Hinn látni var einn í bílnum þegar eldurinn kom upp.
