Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2022 11:31 Dwight Howard. vísir/Getty Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan. Þessi 36 ára gamli leikmaður var valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2004 og varð fljótlega einn af vinsælli leikmönnum deildarinnar þar sem hann lék með Orlando Magic. Howard var valinn í úrvalslið deildarinnar fimm ár í röð frá 2008-2012 en eftir að hann yfirgaf Magic sumarið 2012 náði ferillinn ekki því flugi sem margir bjuggust við. Hann var þó hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers 2020 en í algjöru aukahlutverki. Í byrjun mánaðarins vakti mikla athygli þegar Howard ákvað að semja við taívanska úrvalsdeildarliðið Taoyuan Leopards en taívanska deildin er ekki ýkja hátt skrifuð í heimskörfuboltanum. Frumraun Howard var ansi skrautleg en hann var besti maður vallarins með 38 stig, 25 fráköst og 9 stoðsendingar og hjálpaði liðinu að vinna sigur í framlengdum leik í gærkvöldi. Það sem vekur kannski enn frekar athygli er að Howard, sem hefur aðallega hagað sínum leik þannig í NBA deildinni að leika undir körfunni var í allt öðru hlutverki í leiknum. Til að mynda átti hann tíu þriggja stiga tilraunir í leiknum en hann hefur ekki verið þekktur fyrir góða skotnýtingu utan af velli á ferli sínum. DWIGHT HOWARD attempted 10 THREES during his ridiculous debut in Taiwan38 Points14/32 Shooting2/10 Threes8/12 Free Throws25 Rebounds9 Assists4 Blockspic.twitter.com/wJztp0RLoT— Ballislife.com (@Ballislife) November 19, 2022 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Þessi 36 ára gamli leikmaður var valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2004 og varð fljótlega einn af vinsælli leikmönnum deildarinnar þar sem hann lék með Orlando Magic. Howard var valinn í úrvalslið deildarinnar fimm ár í röð frá 2008-2012 en eftir að hann yfirgaf Magic sumarið 2012 náði ferillinn ekki því flugi sem margir bjuggust við. Hann var þó hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers 2020 en í algjöru aukahlutverki. Í byrjun mánaðarins vakti mikla athygli þegar Howard ákvað að semja við taívanska úrvalsdeildarliðið Taoyuan Leopards en taívanska deildin er ekki ýkja hátt skrifuð í heimskörfuboltanum. Frumraun Howard var ansi skrautleg en hann var besti maður vallarins með 38 stig, 25 fráköst og 9 stoðsendingar og hjálpaði liðinu að vinna sigur í framlengdum leik í gærkvöldi. Það sem vekur kannski enn frekar athygli er að Howard, sem hefur aðallega hagað sínum leik þannig í NBA deildinni að leika undir körfunni var í allt öðru hlutverki í leiknum. Til að mynda átti hann tíu þriggja stiga tilraunir í leiknum en hann hefur ekki verið þekktur fyrir góða skotnýtingu utan af velli á ferli sínum. DWIGHT HOWARD attempted 10 THREES during his ridiculous debut in Taiwan38 Points14/32 Shooting2/10 Threes8/12 Free Throws25 Rebounds9 Assists4 Blockspic.twitter.com/wJztp0RLoT— Ballislife.com (@Ballislife) November 19, 2022
Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira