Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 17:47 Blóm og skilti skammt frá hinsegin skemmtistaðnum Q í Colorado Springs þar sem skotárás átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Staðurinn hóf göngu sína fyrir um tuttugu árum og var þar til nýlega eini hinsegin skemmtistaður ríkisins. Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. Að sögn vitna óð árásarmaðurinn inn á staðinn með rifil og hóf skothríð. Ríkislögreglustjóri Colorado, Adrian Vasques greinir fjölmiðlum frá þessu. „Fyrstu gögn og skýrslur benda til þess að hinn grunaði hafi hafið skothríðina um leið og hann gekk inn og fikrað sig svo lengra inn á staðinn,“ segir Vasquez. Þá hafi að minnsta kosti tveir viðskiptavinir skemmtistaðarins barist hetjulega gegn árasarmanninum og stöðvað hann að lokum. „Þeim tókst að stöðva þann grunaða og koma í veg fyrir að hann gæti sært eða drepið fleiri. Við stöndum í þakkarskuld við þetta fólk. Þar sem rannsóknin er á fyrstu metrum munum við ekki nafngreina fleiri sem urðu vitni að þessum atburði,“ bætir Vazquez við. Hann segir lögreglu einnig rannsaka hvort árásin hafi verið hatursglæpur. Þó nokkrir eru lífshættulega særðir eftir árásina, nánar tiltekið fimm manns en tveir hafa þegar fengið aðhlynningu og yfirgefið spítala. Ríkisstóri Colorado, Jared Polis, sem er jafnframt fyrsti opinberlega samkynhneigði ríkisstjóri Bandaríkjanna segir atvikið viðbjóðslegt. „Þetta er skelfilegt, viðbjóðslegt og algjört reiðarslag,“ segir Jared í samtali við CNN. „Hjarta mitt er brotið vegna fjölskyldna og vina þeirra sem létu lífið, þeirra særðu og þeirra sem urði vitni að þessari skelfilegu árás.“ „Við erum ævinlega þakklát þeim sem stöðvuðu skotmanninn og björguðu þannig lífum, sem og fyrstu viðbragðsaðilum sem gerðu einnig vel,“ segir Jared Polis. Bandaríkin Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Að sögn vitna óð árásarmaðurinn inn á staðinn með rifil og hóf skothríð. Ríkislögreglustjóri Colorado, Adrian Vasques greinir fjölmiðlum frá þessu. „Fyrstu gögn og skýrslur benda til þess að hinn grunaði hafi hafið skothríðina um leið og hann gekk inn og fikrað sig svo lengra inn á staðinn,“ segir Vasquez. Þá hafi að minnsta kosti tveir viðskiptavinir skemmtistaðarins barist hetjulega gegn árasarmanninum og stöðvað hann að lokum. „Þeim tókst að stöðva þann grunaða og koma í veg fyrir að hann gæti sært eða drepið fleiri. Við stöndum í þakkarskuld við þetta fólk. Þar sem rannsóknin er á fyrstu metrum munum við ekki nafngreina fleiri sem urðu vitni að þessum atburði,“ bætir Vazquez við. Hann segir lögreglu einnig rannsaka hvort árásin hafi verið hatursglæpur. Þó nokkrir eru lífshættulega særðir eftir árásina, nánar tiltekið fimm manns en tveir hafa þegar fengið aðhlynningu og yfirgefið spítala. Ríkisstóri Colorado, Jared Polis, sem er jafnframt fyrsti opinberlega samkynhneigði ríkisstjóri Bandaríkjanna segir atvikið viðbjóðslegt. „Þetta er skelfilegt, viðbjóðslegt og algjört reiðarslag,“ segir Jared í samtali við CNN. „Hjarta mitt er brotið vegna fjölskyldna og vina þeirra sem létu lífið, þeirra særðu og þeirra sem urði vitni að þessari skelfilegu árás.“ „Við erum ævinlega þakklát þeim sem stöðvuðu skotmanninn og björguðu þannig lífum, sem og fyrstu viðbragðsaðilum sem gerðu einnig vel,“ segir Jared Polis.
Bandaríkin Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira