Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, rafíþróttir og Seinni bylgja karla og kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Keflavíkingar verða í eldlínunni í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir halda til Þorlákshafnar til að mæta Þór.
Keflavíkingar verða í eldlínunni í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir halda til Þorlákshafnar til að mæta Þór. Vísir/Hulda Margrét

Íslenskar íþróttir verða í fyrirrúmi á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag en leikið verður bæði í Olís-deild og Subway-deild karla. Þá heldur Íslenska Blast forkeppnin í CS:GO áfram og Seinni bylgjan er á dagskrá bæði karla- og kvennamegin.

Stöð 2 Sport:

Klukkan 18:00 verður Svava Kristín mætt í beina útsendingu ásamt sérfræðingum í Seinni bylgjunni þar sem farið verður yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna í handknattleik. Klukkan 19:15 hefst svo leikur Aftureldingar og Selfoss í Olís-deild karla áður en Stefán Árni Pálsson og félagar mæta með Seinni bylgjuna karlamegin klukkan 21:10.

Stöð 2 Sport 5:

Klukkan 18:05 verður bein útsending frá Grindavík þar sem heimamenn taka á móti Tindastóli í Subway-deildinni. Tveimur tímum síðar hefst síðan útsending frá leik Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur.

Stöð 2 Esport:

Íslenska Blast forkeppnin í CS:GO verður sýnd í beinni útsendingu frá klukkan 19:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×