Erlent

Fjöldi látinna orðinn 162

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hlúa þurfti að slösuðum á bílastæði spítalans vegna rafmagnsleysis.
Hlúa þurfti að slösuðum á bílastæði spítalans vegna rafmagnsleysis. AP/Firman Taqur

Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Indónesíu er nú orðinn 162. Rúmlega tvö hundruð manns eru slasaðir en þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn er tugi manna saknað.

Skjálfti af stærðinni 5,6 varð á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Skólar, sjúkrahús og aðrar opinberar byggingar skemmdust í skjálftanum og urðu rúmlega tvö þúsund heimili fyrir einhverjum skemmdum. 

Upptök skjálftans voru um hundrað kílómetra frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta, og fannst skjálftinn vel þar. Fólk flykktist út á götur borgarinnar beint eftir skjálftann. 

Spítalinn í bænum Cianjur, sem er sá þéttbýlisstaður sem er hvað næst staðnum þar sem upptök skjálftans voru, glímdi við rafmagnsleysi í nokkra klukkutíma í kjölfar skjálftans. Því þurftu viðbragðsaðilar að hlúa að fólki á bílastæðinu fyrir utan spítalann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×