Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 er leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í Subway deild karla á dagskrá. Að honum loknum er leikur Njarðvíkur og Hauka í sömu deild á dagskrá.
Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir það skemmtilegasta sem gerðist í Subway deild karla í kvöld.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 13.30 er Open de España Femenino mótið í golfi á dagskrá, mótið er hluti af LET mótaröðinni.
Klukkan 17.30 er leikur Detroit Lions og Buffalo Bills í NFL deildinni. Að þeim leik loknum, klukkan 21.30, er leikur Dallas Cowboys og New York Giants á dagskrá. Klukkan 01.30 er leikur Minnesota Vikings og New England Patriots á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 10.00 er Joburg Open mótið í golfi á dagskrá, mótið er hluti af DP World mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.50 er leikur Fram og ÍBV í Olís deild karla í handbolta á dagskrá.
Stöð 2 Esport
Upphitun fyrir Blast Premier. Klukkan 09.00 hefst svo fyrsti leikur dagsins. Klukkan 12.00 er annar leikur dagsins á dagskrá. Klukkan 15.00 er þriðji leikurinn á dagskrá og klukkan 18.00 sá fjórði.
Klukkan 21.00 er Gameveran á dagskrá.