Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 08:33 Æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump hrópaði meðal annars slagorð um að hengja Mike Pence þegar hann réðst á Bandaríkjaþing 6. janúar árið 2021. Trump hafði egnt fólkið gegn varaforseta sínum með því að telja því ranglega trú um að Pence hefði völd til þess að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna. Getty/Saul Loeb Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu. Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37