Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 09:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira