Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 13:21 Hilmar Smári Henningsson tók vítaskot fyrir Hauka á meðan að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar. Það stangast á við reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti