Sport

Dagskráin í dag: Guðmundur á Evrópumótaröðinni, íslenskar boltaíþróttir og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur verk að vinna á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur verk að vinna á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi. Angel Martinez/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á beinar útsendingar frá morgni til kvölds á þessum fína föstudegi. Þar á meðal verður hægt að fylgjast með Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á sýnu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport

Subway-deild karla í körfubolta á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og við hefjum leik á Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti nýliðum Hattar klukkan 18:05 áður en Keflavík tekur á móti KR klukkan 20:00. Að þeim leik loknum tekur Subway Körfuboltakvöld svo við keflinu þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13:30 hefst bein útsending frá Open de España Femenino á LET-mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport 3

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, DP World Tour. Bein útsending frá öðrum degi Joburg Open hefst klukkan 10:00, en þar hefur Guðmundur verk að vinna.

Stöð 2 Sport 5

Einn leikur í Olís-deild kvenna verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 5 þegar Fram tekur á móti Stjörnunni klukkan 19:20.

Stöð 2 eSport

Haustúrslit Blast Premier mótaraðarinnar halda áfram og nú er komið að átta liða úrslitum. Upphitun fyrir leiki dagsins hefst klukkan 14:00, fyrri viðureign dagsins hefst klukkan 14:30 og sú síðari klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×