Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 12:21 Hátíðin fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag frá klukkan 14:00 til 16:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu. Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.” Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.”
Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira