Hinn 35 ára gamli Argentínumaður er í dag leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain en samningur hans í París rennur út í sumar. Samkvæmt The Sunday Times hefur Messi náð samkomulagi við Inter Miami um að ganga í raðir félagsins í sumar.
EXCLUSIVE: Inter Miami are close to signing Lionel Messi. The deal will make the 35-year-old the highest paid player in the history of the MLShttps://t.co/g2vmg4xzSV
— Times Sport (@TimesSport) November 27, 2022
David Beckham er meðal eiganda Inter Miami og talið er að hann sé stór ástæða þess að Messi sé áhugasumar um að ganga í raðir félagsins. Þá hjálpar það til að Messi verði launahæsti leikmaður í sögu MLS.
Einnig er talið að Messi muni einhvern veginn koma að auglýsingum fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Beckham og félagar eru stórhuga og stefna á að semja við hinn 34 ára gamla Sergio Busquets í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Busquets hefur verið á mála hjá Barcelona allan sinn feril en nú virðist sem hann og Messi munu sameina krafta sína á nýjan leik í Miami.
Sergio Busquets will sign for Inter Miami next season, reports @juanmacastano pic.twitter.com/jVNTR668Dr
— B/R Football (@brfootball) November 27, 2022