Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2022 07:31 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu.
Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira