Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2022 07:31 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu.
Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira