Auðgandi viðskiptamódel Harpa Júlíusdóttir skrifar 1. desember 2022 15:00 Um þessar mundir er náttúran að senda okkur skýr skilaboð um að yfirfærslan úr línulegu hagkerfi í öflugt hringrásarhagkerfi sé óumflýjanleg. Innan hringrásarhagkerfis höldum við auðlindum innan hringrásar bæði í framleiðslu og neyslu og stuðlum að tækniþróun og nýsköpun sem gera okkur kleift að nýta betur allar okkar auðlindir. Það þarf að taka stór skref. Nú liggja fyrir fjöldi lagabreytinga sem hafa þann tilgang að hraða þessari þróun og ýta við fyrirtækjum og stofnunum. Til að mynda er hringrás einn af lykil stólpum í nýju flokkunarkerfi Evrópusambandsins (e. EU taxonomy) sem tekur gildi um áramótin og ætlað er að stuðla að meiri sjálfbærni, gagnsæi og koma í veg fyrir grænþvott. Þá bárust síðast núna í vikunni fréttir af því að Evrópusambandið vinnur að nýjum lögum þar sem hert verður á reglum sem snúa að umbúðum og hringrás. Alþjóðabankinn telur þá innleiðingu hringrásarhagkerfisins vera hluti af mikilvægustu þróunarsamvinnu nútímans. Það sé öflugt tól til að jafna kjör og lífsskilyrði jarðarbúa. Með hringrásarhagkerfinu verði allt okkar samband við hrávöru og auðlindir heimsins meira í takt við náttúruna. Með þessum breytingum minnkum við líkurnar á að ríkari þjóðir gangi á auðlindir þeirra sem fátækari eru til að viðhalda línulegri framleiðslu og neyslu. Skattar hvetji til hringrásar í framleiðslu og neyslu Ein af þeim kerfisbreytingum sem Alþjóðabankinn og fleiri aðilar hafa kallað eftir, er að farið verði í skattalækkanir á launatekjur og á móti verði framleiðsla og neysla sem er skaðleg náttúru og samfélagi skattlögð. Aðgerð sem bæði miðar að auknum jöfnuði, skapar meira rými fyrir almenning til að vanda sína neyslu og býr til hvata sem ætlað er að draga úr skaðlegri neyslu og framleiðslu. Skapar sérstöðu Það blasa við okkur fjölmargar spennandi lausnir og tækifæri. Við hjá Festu höfum síðustu ár verið að klappa upp hina mögnuðu hringrás og þá framtíðarsýn að rekstur fyrirtækja verði byggður á viðskiptamódeli sem auðga(e. regenerate) umhverfi og samfélag. Þrátt fyrir að ekki sé komin fram hinn fullmótaði vegvísir að hinu auðgandi viðskiptamódeli, þá eru framsækin fyrirtæki um allan heim farin að taka stór skref í þá átt. Þessi fyrirtæki skapa sér sérstöðu og samkeppnisforskot til framtíðar. Við erum enn að vinna með ólíkar þýðingar á enska hugtakinu regenerative business model, höllum okkur hér í þessari grein að orðinu auðgandi. Alþjóðlega ráðgjafastofan Circular Economy skilgreina hið auðgandi hagkerfi sem hagkerfi þar sem enda markmiðið er ekki að auka fjárhagslegan ágóða, né að valda minni skaða á náttúrunni, heldur er markmiðið að halda uppi jafnvægi þar sem náttúra og samfélag dafnar. Þarna spilar hringrásarhagkerfið lykilhlutverk. Við erum sproti á leið í hringrás Það sem við þurfum er í raun og veru er kerfisbreyting. Við erum bara rétt að taka okkar fyrstu skref í átt að auðgandi hringrásarhagkerfi. Áætlað er að um 5-10% af veltu fyrirtækja á heimsvísu byggi á hringrásar viðskiptamódeli. Nýleg rannsókn, sem framkvæmd var af Guðmundi Steingrímssyni sem hluti af meistararitgerð við Háskóla Íslands, sýnir að 8,5% af efnisnotkun íslenska hagkerfisins er í hringrás, en þetta er í fyrsta sinn sem hringrás íslenska hagkerfisins er metin. Hlutfall Íslands er takt við hlutfallið sem reiknað hefur verið á heimsvísu. Noregur og Svíþjóð ná ekki í 3,5% á meðan Holland leiðir þessa þróun (hjá þeim ríkjum sem hafa ráðist í slíkar greiningar), en í hollenska hagkerfinu eru um 24% af efni í hringrás. Festa meðal leiðandi aðila á Norðurlöndum Festa hefur síðustu þrjú ár komið að því að byggja upp samstarfsvettvang um norræna hringrás, Nordic Circular Hotspot. Þar er markmiðið að hraða framgangi hringrásarhagkerfisins á Norðurlöndum og gera norrænum fyrirtækjum kleift að skapa sér sérstöðu á alþjóðavísu sem fyrirmyndir í hringrás. Við hvetjum íslensk fyrirtæki og frumkvöðla til að nýta sér þennan vettvang samvinnu og hringrásar. Árlega stendur Nordic Circular Hotspot fyrir stærstu hringrásarráðstefnunni á Norðurlöndum sem kallast Nordic Circular Summit. Þar koma saman leiðandi aðilar, deila þekkingu og mynda hringrásar tengingar. Hægt er að nálgast upptökur frá ráðstefnunni hér, en hún fór fram núna í lok nóvember í Stokkhólmi. Á árinu 2023 mun ráðstefnan fara fram hér í Reykjavík. En hvernig líta viðskiptamódel innan hringrásarhagkerfisins út og hvaða tækifæri liggja þar, lítum á nokkur dæmi. Vörur eigi framhaldslíf og stað í vistkerfinu Einn af hornsteinum í heimi hringrásar viðskiptamódela er hönnun og framleiðsla á vörum sem hafa langan endingartíma og auðvelt er að sinna viðhaldi á og uppfærslum. Þá þurfa vörur að eiga framhaldslíf inn í hringrás, eiga sinn stað í vistkerfinu. Hagkvæmasta lausnin á aldrei að vera sú að kaupa nýja vöru þegar upp kemur sú staða að eldri vara þurfi viðgerð, viðhald eða uppfærslu. Hönnunarferlið þarf að gera ráð fyrir að tiltölulega auðvelt sé að gera við vöruna, auðvelt að nálgast varahluti og leiðbeiningar um notkun og viðgerðir séu aðgengilegar notanda um ókomna framtíð. Slík vara skapar sér sérstöðu til lengri tíma, sérstaða sem byggir á gæðum og endingu. Þarna getur löggjafinn spilað hlutverk með því að auka lögbundinn ábyrgðartíma á þeim vörum sem það á við og lækka opinber gjöld á viðgerðaþjónustu. Vottun um endingu Til að flýta þessu ferli hefur sænska rannsóknar- og nýsköpunarstofnunin RI.SE, sem er einn af samstarfsaðilum Festu, verið að hanna vottunarferla sem snúa að því að varan sé í raun hönnuð til að halda virkni sinni til lengri tíma; að hún sé “Certified to LAST”. Þessari vottun er ætlað að gera almenningi kleift að treysta því að vörur séu hannaðar sem hluti af hringrás. Vara sem þjónusta Vara sem þjónusta (e. Product as a service, PaaS) er annað dæmi um viðskiptamódel sem er að ryðja sér til rúms. Viðskiptavinurinn er þá kaupa sér ákveðna þjónustu eða frammistöðu (e. performance) í stað þess að kaupa sér vöru til eignar. Fyrirtækið tekur þá ábyrgð á því að innan umsamins áskriftartíma veitir það ákveðna þjónustu og hér má sannarlega nota hugmyndaflugið, því hvað er það í raun sem við þurfum að hafa eignarhald yfir? Með þessu skapast aukinn hvati til að framleiða endingargóðar vörur og hönnun. Slík viðskiptamódel ásamt þróun tækninnar sem kölluð hefur verið “internet hlutanna” (e. internet of things) skapa ný tækifæri fyrir fyrirtæki til að kortleggja betur þarfir síns markhóps og þannig auka sína markaðshlutdeild. Hér má nefna sem dæmi hollensku þvottavélaleiguna Homie, sem leigir þvottavélar til einkanota og notandinn greiðir fyrir hverja notkun. Verðskráin er þannig uppbyggð að því umhverfisvænni þvottur, því lægra er verðið. Homie getur brugðist hratt við og aðlagað sitt viðskiptamódel og framleiðsluferli í takt við þarfir sinna viðskiptavina og byggt upp langtíma samband við sinn hóp. Nýtnihagkerfið Viðskiptamódel sem byggja á nýtnihagkerfinu eru að verða okkur flestum kunn. Þar fara vörur inn í hringrás í gegnum endursölu og eignast nýtt líf aftur og aftur. Innan hringrásar viðskiptamódels og nýtnihagkerfisins náum við bæði að draga úr þörf á framleiðslu nýrra vara og drögum úr úrgangi. Þannig færum við okkur nær nauðsynlegum samdrætti í losun á gróðurhúsalofttegundum. Auðgandi áhrif í gegnum viðskipti og virðiskeðju Þegar hringrásarhugsun er orðinn kjarninn í viðskiptamódelinu, og við hættum að ganga á náttúruauðlindir, fara fyrirtæki að geta haft auðgandi áhrif á náttúru og samfélög. Sem dæmi má nefna aðgerðir útivistarvörumerkisins Patagonia. Patagonia hefur stutt við og þróað með bændum á Indlandi verkferla og vottunarferli sem sannreynir að ræktunarland og jarðir sem nýttar eru undir ræktun bómullar séu í betra ástandi en áður en ræktun þar hófst. IKEA hefur keypt upp land sem áður var nýtt undir iðnað og staðið þar fyrir ræktun skóglendis þar sem markmiðið er að efla líffræðilegan fjölbreytileika og stuðla að sjálfbærri timburframleiðslur. Við sjáum þá fyrirtæki stíga inn í félagslega uppbyggingu samfélagsins á fjölbreyttan máta, til að mynda með að skapa markviss atvinnutækifæri fyrir þau sem eiga erfiðari aðgang að vinnumarkaðnum. Þar má nefna átak fjölda fyrirtækja innan B-team sem snýr að því að standa markvisst með flóttafólki og veita þeim atvinnutækifæri. Seigla einkenni samfélög og fyrirtæki Það er eitthvað magnað við tækifærin sem stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja standa frammi fyrir þegar kemur að því að byggja upp og þróa þessi nýju viðskiptamódel. Þar sem markmiðið er ekki aðeins að lágmarka þann skaða sem reksturinn veldur náttúrunni og samfélaginu, heldur sé það þeirra kjarna-tilgangur að gera heiminn að betri stað. Samfélag hringrásar er samfélag sem byggir upp seiglu og sjálfbærni. Þar sem samvinna og nýjar hugmyndir verða til þess að 1+1 verður 11. Fyrirtæki sem skapa sér sérstöðu með hringrásar viðskiptamódeli eru þau fyrirtæki sem munu færa okkur framtíðina og taka með okkur stóru skrefin í átt að sjálfbæru og sanngjörnu samfélagi fyrir öll. Höfundur er verkefnastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er náttúran að senda okkur skýr skilaboð um að yfirfærslan úr línulegu hagkerfi í öflugt hringrásarhagkerfi sé óumflýjanleg. Innan hringrásarhagkerfis höldum við auðlindum innan hringrásar bæði í framleiðslu og neyslu og stuðlum að tækniþróun og nýsköpun sem gera okkur kleift að nýta betur allar okkar auðlindir. Það þarf að taka stór skref. Nú liggja fyrir fjöldi lagabreytinga sem hafa þann tilgang að hraða þessari þróun og ýta við fyrirtækjum og stofnunum. Til að mynda er hringrás einn af lykil stólpum í nýju flokkunarkerfi Evrópusambandsins (e. EU taxonomy) sem tekur gildi um áramótin og ætlað er að stuðla að meiri sjálfbærni, gagnsæi og koma í veg fyrir grænþvott. Þá bárust síðast núna í vikunni fréttir af því að Evrópusambandið vinnur að nýjum lögum þar sem hert verður á reglum sem snúa að umbúðum og hringrás. Alþjóðabankinn telur þá innleiðingu hringrásarhagkerfisins vera hluti af mikilvægustu þróunarsamvinnu nútímans. Það sé öflugt tól til að jafna kjör og lífsskilyrði jarðarbúa. Með hringrásarhagkerfinu verði allt okkar samband við hrávöru og auðlindir heimsins meira í takt við náttúruna. Með þessum breytingum minnkum við líkurnar á að ríkari þjóðir gangi á auðlindir þeirra sem fátækari eru til að viðhalda línulegri framleiðslu og neyslu. Skattar hvetji til hringrásar í framleiðslu og neyslu Ein af þeim kerfisbreytingum sem Alþjóðabankinn og fleiri aðilar hafa kallað eftir, er að farið verði í skattalækkanir á launatekjur og á móti verði framleiðsla og neysla sem er skaðleg náttúru og samfélagi skattlögð. Aðgerð sem bæði miðar að auknum jöfnuði, skapar meira rými fyrir almenning til að vanda sína neyslu og býr til hvata sem ætlað er að draga úr skaðlegri neyslu og framleiðslu. Skapar sérstöðu Það blasa við okkur fjölmargar spennandi lausnir og tækifæri. Við hjá Festu höfum síðustu ár verið að klappa upp hina mögnuðu hringrás og þá framtíðarsýn að rekstur fyrirtækja verði byggður á viðskiptamódeli sem auðga(e. regenerate) umhverfi og samfélag. Þrátt fyrir að ekki sé komin fram hinn fullmótaði vegvísir að hinu auðgandi viðskiptamódeli, þá eru framsækin fyrirtæki um allan heim farin að taka stór skref í þá átt. Þessi fyrirtæki skapa sér sérstöðu og samkeppnisforskot til framtíðar. Við erum enn að vinna með ólíkar þýðingar á enska hugtakinu regenerative business model, höllum okkur hér í þessari grein að orðinu auðgandi. Alþjóðlega ráðgjafastofan Circular Economy skilgreina hið auðgandi hagkerfi sem hagkerfi þar sem enda markmiðið er ekki að auka fjárhagslegan ágóða, né að valda minni skaða á náttúrunni, heldur er markmiðið að halda uppi jafnvægi þar sem náttúra og samfélag dafnar. Þarna spilar hringrásarhagkerfið lykilhlutverk. Við erum sproti á leið í hringrás Það sem við þurfum er í raun og veru er kerfisbreyting. Við erum bara rétt að taka okkar fyrstu skref í átt að auðgandi hringrásarhagkerfi. Áætlað er að um 5-10% af veltu fyrirtækja á heimsvísu byggi á hringrásar viðskiptamódeli. Nýleg rannsókn, sem framkvæmd var af Guðmundi Steingrímssyni sem hluti af meistararitgerð við Háskóla Íslands, sýnir að 8,5% af efnisnotkun íslenska hagkerfisins er í hringrás, en þetta er í fyrsta sinn sem hringrás íslenska hagkerfisins er metin. Hlutfall Íslands er takt við hlutfallið sem reiknað hefur verið á heimsvísu. Noregur og Svíþjóð ná ekki í 3,5% á meðan Holland leiðir þessa þróun (hjá þeim ríkjum sem hafa ráðist í slíkar greiningar), en í hollenska hagkerfinu eru um 24% af efni í hringrás. Festa meðal leiðandi aðila á Norðurlöndum Festa hefur síðustu þrjú ár komið að því að byggja upp samstarfsvettvang um norræna hringrás, Nordic Circular Hotspot. Þar er markmiðið að hraða framgangi hringrásarhagkerfisins á Norðurlöndum og gera norrænum fyrirtækjum kleift að skapa sér sérstöðu á alþjóðavísu sem fyrirmyndir í hringrás. Við hvetjum íslensk fyrirtæki og frumkvöðla til að nýta sér þennan vettvang samvinnu og hringrásar. Árlega stendur Nordic Circular Hotspot fyrir stærstu hringrásarráðstefnunni á Norðurlöndum sem kallast Nordic Circular Summit. Þar koma saman leiðandi aðilar, deila þekkingu og mynda hringrásar tengingar. Hægt er að nálgast upptökur frá ráðstefnunni hér, en hún fór fram núna í lok nóvember í Stokkhólmi. Á árinu 2023 mun ráðstefnan fara fram hér í Reykjavík. En hvernig líta viðskiptamódel innan hringrásarhagkerfisins út og hvaða tækifæri liggja þar, lítum á nokkur dæmi. Vörur eigi framhaldslíf og stað í vistkerfinu Einn af hornsteinum í heimi hringrásar viðskiptamódela er hönnun og framleiðsla á vörum sem hafa langan endingartíma og auðvelt er að sinna viðhaldi á og uppfærslum. Þá þurfa vörur að eiga framhaldslíf inn í hringrás, eiga sinn stað í vistkerfinu. Hagkvæmasta lausnin á aldrei að vera sú að kaupa nýja vöru þegar upp kemur sú staða að eldri vara þurfi viðgerð, viðhald eða uppfærslu. Hönnunarferlið þarf að gera ráð fyrir að tiltölulega auðvelt sé að gera við vöruna, auðvelt að nálgast varahluti og leiðbeiningar um notkun og viðgerðir séu aðgengilegar notanda um ókomna framtíð. Slík vara skapar sér sérstöðu til lengri tíma, sérstaða sem byggir á gæðum og endingu. Þarna getur löggjafinn spilað hlutverk með því að auka lögbundinn ábyrgðartíma á þeim vörum sem það á við og lækka opinber gjöld á viðgerðaþjónustu. Vottun um endingu Til að flýta þessu ferli hefur sænska rannsóknar- og nýsköpunarstofnunin RI.SE, sem er einn af samstarfsaðilum Festu, verið að hanna vottunarferla sem snúa að því að varan sé í raun hönnuð til að halda virkni sinni til lengri tíma; að hún sé “Certified to LAST”. Þessari vottun er ætlað að gera almenningi kleift að treysta því að vörur séu hannaðar sem hluti af hringrás. Vara sem þjónusta Vara sem þjónusta (e. Product as a service, PaaS) er annað dæmi um viðskiptamódel sem er að ryðja sér til rúms. Viðskiptavinurinn er þá kaupa sér ákveðna þjónustu eða frammistöðu (e. performance) í stað þess að kaupa sér vöru til eignar. Fyrirtækið tekur þá ábyrgð á því að innan umsamins áskriftartíma veitir það ákveðna þjónustu og hér má sannarlega nota hugmyndaflugið, því hvað er það í raun sem við þurfum að hafa eignarhald yfir? Með þessu skapast aukinn hvati til að framleiða endingargóðar vörur og hönnun. Slík viðskiptamódel ásamt þróun tækninnar sem kölluð hefur verið “internet hlutanna” (e. internet of things) skapa ný tækifæri fyrir fyrirtæki til að kortleggja betur þarfir síns markhóps og þannig auka sína markaðshlutdeild. Hér má nefna sem dæmi hollensku þvottavélaleiguna Homie, sem leigir þvottavélar til einkanota og notandinn greiðir fyrir hverja notkun. Verðskráin er þannig uppbyggð að því umhverfisvænni þvottur, því lægra er verðið. Homie getur brugðist hratt við og aðlagað sitt viðskiptamódel og framleiðsluferli í takt við þarfir sinna viðskiptavina og byggt upp langtíma samband við sinn hóp. Nýtnihagkerfið Viðskiptamódel sem byggja á nýtnihagkerfinu eru að verða okkur flestum kunn. Þar fara vörur inn í hringrás í gegnum endursölu og eignast nýtt líf aftur og aftur. Innan hringrásar viðskiptamódels og nýtnihagkerfisins náum við bæði að draga úr þörf á framleiðslu nýrra vara og drögum úr úrgangi. Þannig færum við okkur nær nauðsynlegum samdrætti í losun á gróðurhúsalofttegundum. Auðgandi áhrif í gegnum viðskipti og virðiskeðju Þegar hringrásarhugsun er orðinn kjarninn í viðskiptamódelinu, og við hættum að ganga á náttúruauðlindir, fara fyrirtæki að geta haft auðgandi áhrif á náttúru og samfélög. Sem dæmi má nefna aðgerðir útivistarvörumerkisins Patagonia. Patagonia hefur stutt við og þróað með bændum á Indlandi verkferla og vottunarferli sem sannreynir að ræktunarland og jarðir sem nýttar eru undir ræktun bómullar séu í betra ástandi en áður en ræktun þar hófst. IKEA hefur keypt upp land sem áður var nýtt undir iðnað og staðið þar fyrir ræktun skóglendis þar sem markmiðið er að efla líffræðilegan fjölbreytileika og stuðla að sjálfbærri timburframleiðslur. Við sjáum þá fyrirtæki stíga inn í félagslega uppbyggingu samfélagsins á fjölbreyttan máta, til að mynda með að skapa markviss atvinnutækifæri fyrir þau sem eiga erfiðari aðgang að vinnumarkaðnum. Þar má nefna átak fjölda fyrirtækja innan B-team sem snýr að því að standa markvisst með flóttafólki og veita þeim atvinnutækifæri. Seigla einkenni samfélög og fyrirtæki Það er eitthvað magnað við tækifærin sem stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja standa frammi fyrir þegar kemur að því að byggja upp og þróa þessi nýju viðskiptamódel. Þar sem markmiðið er ekki aðeins að lágmarka þann skaða sem reksturinn veldur náttúrunni og samfélaginu, heldur sé það þeirra kjarna-tilgangur að gera heiminn að betri stað. Samfélag hringrásar er samfélag sem byggir upp seiglu og sjálfbærni. Þar sem samvinna og nýjar hugmyndir verða til þess að 1+1 verður 11. Fyrirtæki sem skapa sér sérstöðu með hringrásar viðskiptamódeli eru þau fyrirtæki sem munu færa okkur framtíðina og taka með okkur stóru skrefin í átt að sjálfbæru og sanngjörnu samfélagi fyrir öll. Höfundur er verkefnastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar