Dómarar veita Trump enn eitt höggið Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 11:24 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Rebecca Blackwell Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Hefur hægt á rannsókninni í þrjá mánuði Í kjölfar þess sóttist Trump eftir því að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að fara yfir gögnin sem hald var lagt á og kanna hvort einhver af þeim um þrettán þúsund skjölum sem hald var lagt á, væru í persónulegri eigu Trumps, en hald var lagt á skjöl Trumps sem voru geymd með ríkisgögnum. Lögmenn Trumps leituðu til dómarans Aileen Cannon í Flórída, sem skipuð var af Trump og féllst hún á kröfu þeirra en sú ákvörðun hefur komið verulega niður á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins og hægt á henni í þrjá mánuði. Úrskurður Cannon þótti strax mjög umdeildur og sérfræðingar ytra sögðu hann jafnvel vera aðhlátursefni. Sérstaklega þar sem hún sagði í úrskurði sínum að orðspor Trumps væri í húfi. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Úrskurður Cannon fól í sér að rannsakendur Dómsmálaráðuneytisins hafa ekki mátt nota skjöl sem ekki eru leynileg við rannsókn þeirra á flutningi skjalanna til Flórída, jafnvel þó þau séu flest öll ríkiseign. Rannsakendur ráðuneytisins hafa sagt öll gögnin mikilvæg og það hvernig þau hafi verið geymd í Mar-a-Lago. Gagnrýndu upprunalega úrskurðinn Dómararnir þrír í áfrýjunardómstólunum voru allir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum og þar af eru tveir sem Trump sjálfur skipaði. Sá þriðji var skipaður af George W. Bush. Þeir skrifuðu allir undir úrskurðinn sem birtur var í gærkvöldi en þar gagnrýndu þeir Cannon og úrskurð hennar, eins og fram kemur í frétt New York times. Dómararnir sögðu meðal annars að Cannon hefði í rauninni aldrei haft umboð til að meina rannsakendum ráðuneytisins um aðgang að gögnunum og hún hefði ekki haft nokkuð tilefni til að koma fram við Trump með öðrum hætti en aðra bandaríska einstaklinga sem húsleit hefur verið gerð hjá. „Það er svo sannarlega óvanalegt að húsleit sé gerð hjá fyrrverandi forseta,“ skrifuðu dómararnir þrír. Þeir sögðu það þó ekki hafa áhrif á framfylgd laganna, né gæfi það dómurum vald til að grípa inn í yfirstandandi rannsókn áður en ákæra hefði verið gefin út. Trump getur áfrýjað úrskurði dómaranna þriggja til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar á bæ var nýlega úrskurðað gegn Trump í máli um skattaskýrslur hans. Ein af þremur rannsóknum Þessi tiltekna rannsókn ráðuneytisins er ein af þremur mikilvægum glæparannsóknum sem beinast gegn forsetanum. Hann er einnig til rannsóknar vegna aðkomu hans að tilraunum til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um þessar tvær rannsóknir og var það gert eftir að Trump tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta. Þá eru saksóknarar í Fulton-sýslu í Georgíu með Trump til rannsóknar vegna meintra afskipta hans og bandamanna hans af forsetakosningunum þar árið 2020. Þar til viðbótar stendur Trump frammi fyrir fjölmörgum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. 4. nóvember 2022 12:14 Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. 29. október 2022 09:18 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Hefur hægt á rannsókninni í þrjá mánuði Í kjölfar þess sóttist Trump eftir því að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að fara yfir gögnin sem hald var lagt á og kanna hvort einhver af þeim um þrettán þúsund skjölum sem hald var lagt á, væru í persónulegri eigu Trumps, en hald var lagt á skjöl Trumps sem voru geymd með ríkisgögnum. Lögmenn Trumps leituðu til dómarans Aileen Cannon í Flórída, sem skipuð var af Trump og féllst hún á kröfu þeirra en sú ákvörðun hefur komið verulega niður á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins og hægt á henni í þrjá mánuði. Úrskurður Cannon þótti strax mjög umdeildur og sérfræðingar ytra sögðu hann jafnvel vera aðhlátursefni. Sérstaklega þar sem hún sagði í úrskurði sínum að orðspor Trumps væri í húfi. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Úrskurður Cannon fól í sér að rannsakendur Dómsmálaráðuneytisins hafa ekki mátt nota skjöl sem ekki eru leynileg við rannsókn þeirra á flutningi skjalanna til Flórída, jafnvel þó þau séu flest öll ríkiseign. Rannsakendur ráðuneytisins hafa sagt öll gögnin mikilvæg og það hvernig þau hafi verið geymd í Mar-a-Lago. Gagnrýndu upprunalega úrskurðinn Dómararnir þrír í áfrýjunardómstólunum voru allir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum og þar af eru tveir sem Trump sjálfur skipaði. Sá þriðji var skipaður af George W. Bush. Þeir skrifuðu allir undir úrskurðinn sem birtur var í gærkvöldi en þar gagnrýndu þeir Cannon og úrskurð hennar, eins og fram kemur í frétt New York times. Dómararnir sögðu meðal annars að Cannon hefði í rauninni aldrei haft umboð til að meina rannsakendum ráðuneytisins um aðgang að gögnunum og hún hefði ekki haft nokkuð tilefni til að koma fram við Trump með öðrum hætti en aðra bandaríska einstaklinga sem húsleit hefur verið gerð hjá. „Það er svo sannarlega óvanalegt að húsleit sé gerð hjá fyrrverandi forseta,“ skrifuðu dómararnir þrír. Þeir sögðu það þó ekki hafa áhrif á framfylgd laganna, né gæfi það dómurum vald til að grípa inn í yfirstandandi rannsókn áður en ákæra hefði verið gefin út. Trump getur áfrýjað úrskurði dómaranna þriggja til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar á bæ var nýlega úrskurðað gegn Trump í máli um skattaskýrslur hans. Ein af þremur rannsóknum Þessi tiltekna rannsókn ráðuneytisins er ein af þremur mikilvægum glæparannsóknum sem beinast gegn forsetanum. Hann er einnig til rannsóknar vegna aðkomu hans að tilraunum til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um þessar tvær rannsóknir og var það gert eftir að Trump tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta. Þá eru saksóknarar í Fulton-sýslu í Georgíu með Trump til rannsóknar vegna meintra afskipta hans og bandamanna hans af forsetakosningunum þar árið 2020. Þar til viðbótar stendur Trump frammi fyrir fjölmörgum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. 4. nóvember 2022 12:14 Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. 29. október 2022 09:18 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21
Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. 4. nóvember 2022 12:14
Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. 29. október 2022 09:18
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31