Brjótum niður múra – alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks í dag Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 3. desember 2022 14:31 Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar