Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 16:01 Ágúst á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. „Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn