Stöð 2 Sport
Sýnt verður frá tveimur leikjum í Subway-deild kvenna. Klukkan 18:15 hefst leikur Fjölnis og Breiðabliks í Dalhúsum. Klukkan 20:15 er svo komið að leik toppliðs Keflavíkur og Vals. Eftir hann verður svo farið yfir leiki kvöldsins í Subway Körfuboltakvöldi.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 07:00 hefst bein útsending frá Investec South African Open. Síðan verða tveir NFL-leikir sýndir beint. Klukkan 18:00 hefst viðureign Philadelphia Eagles og Tennessee Titans og klukkan 21:20 er komið að leik Cincinatti Bengals og Kansas City Chiefs.
Stöð 2 Sport 3
Sýnt verður beint frá tveimur körfuboltaleikjum í dag. Klukkan 16:50 er leikur Barcelona og félaga Martins Hermannssonar í Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 20:30 er svo komið að leik New Orleans Pelicans og Denver Nuggets í NBA-deildinni.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17:00 verður sýnt frá Hero World Challenge í golfi.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17:50 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Olís-deild karla. Stjörnumenn geta komist upp fyrir Mosfellinga með sigri.