FH er í öðru sæti deildarinnar en Valsmenn virðast vera langbesta lið deildarinnar og eru strax komnir með sex stiga forystu á toppnum en með sigri í kvöld minnka FH-ingar þá forystu niður í fjögur stig.
Selfyssingar hafa verið sveiflukenndir í leik sínum og eru í áttunda sæti deildarinnar.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og strax í kjölfarið er komið að Seinni bylgjunni að gera upp tólftu umferð deildarinnar.
Rafíþróttasérfræðingarnir í GameTíví verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Esport klukkan 20:00.